19 febrúar, 2007

Photoshopparinn 1



18 febrúar, 2007

Málarinn 3








14 febrúar, 2007

Hof - menningarhús


Nú á dögunum var tilkynnt um nafn á hinu nýja menningarhúsi Akureyringa. Það heitir Hof og ku líkt og hof til forna ætlað til að blóta margs konar. Ekki er að efa að skáldskaparmjöðurinn muni þar verða kneyfaður og andans upplyfting í hávegum höfð.

Óðni drekk ég einatt lof;
er mín staðföst kenning
að á þeim stað er heitir Hof
sé höfug andans menning.

13 febrúar, 2007

100

Já. Það hlaut að koma að því. Og þó svo Steinn hafi óneitanlega borið nokkurn kvíða í brjósti reyndist allt slíkt ástæðulaust. Hundraðasta bloggfærslan er loksins kominn á netið. Margs er að minnast og þó deila megi um hvort bloggið hafi vaxið í áliti eða bloggarinn að visku er engu að síður um merk tímamót að ræða. Af þessu tilefni ákvað Steinn að gera sér dagamun og brá sér á Kaffi Karólínu og fékk sér appelsín og fékk að vanda glas og klaka og gerðist skáldlegur mjög:
...
Síðan kæra kunn af ærslum
kveðskap, list og þykir fín.
Fagnar höldur hundrað færslum
hátíðlegur með appelsín.

10 febrúar, 2007

Blak


Þann 9. febrúar 1895 fann William G. Morgan allt í einu upp blakíþróttina. Blak er í raun ekki flókinn leikur og svo virðist sem hann hafi ekki verið nema einn dag að finna það upp. En eins og alþjóð veit átti þessi uppátækjasemi hans eftir að draga dilk á eftir sér og því má með sanni segja að þennan febrúardag hafi hann unnið drýgra dagsverk en margur. Sjálfsagt hefur William verið orðinn leiður á hefðbundnum íþróttagreinum og því ákveðið að finna upp nýja. Ég er fyrir mína parta orðinn langþreyttur á þeirri íhaldssemi sem felst í að spila og sýna alltaf sömu íþróttagreinar út í eitt. Eins og fótbolta og handbolta og þætti ekki úr vegi að einhver góður maður fyndi upp eitthvað nýtt. Eitthvað sem við íslendingar gætum orðið góðir í , t.d. Raufarhafnarbolta, mölkúluvarp, oddaflugsund, og hefilbekkpressu svo eitthvað sé nefnt. Það þyrfti varla að taka meira en dagstund.

05 febrúar, 2007

Málarinn 2

Já krakkar mínir. Það er alltaf jafn gaman að mála. Þá dettur mönnum margt fyndið og sniðugt í hug.
...og aldrei er góða skapið langt undan.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?