27 september, 2007

Enn ein stórmerkileg fréttatilkynning


Af Akureyri.is:

Ljósmyndasamkeppni í Murmansk – Akureyringum boðin þátttaka.

26.9.2007

Ljósmyndahátíð verður haldin í Murmansk í Rússlandi frá 1. október til 19. desember. Að því tilefni er efnt til ljósmyndasamkeppni en sýning á myndum úr keppninni opnar 10. nóvember nk. í Murmansk. Þar sem Akureyri er vinabær Murmansk er Akureyringum boðin þátttaka og allar myndirnar verða að vera teknar í Akureyrarbæ. Þema keppninnar er „Bærinn minn“ en undirflokkar þess eru þrír:

- Fjölbreytileiki í bænum mínum. Myndirnar eiga að endurspegla daglegt líf og fegurð bæjarins.
- Það óvenjulega í hinu venjulega. Myndir af fyndnum, skemmtilegum, forvitnilegum og óvenjulegum aðstæðum og atvikum úr bæjarlífinu.
- Náttúran. Myndir af fegurð náttúrunnar í bænum.

Myndunum á að skila útprentuðum í stærð 30x40 – 30x45 cm. Ef ljósmyndarar kjósa að setja myndirnar í karton þá má stærðin í heildina vera 40x55 cm. Aftan á hverja mynd á að skrifa fullt nafn, heimilisfang, símanúmer, tölvupóstsnetfang og taka fram í hvaða undirflokki myndin er.

Myndunum skal skila á skrifstofu Akureyrarstofu á 1. hæð í Ráðhúsinu á Akureyri í fyrir 16. október nk. Starfsmenn þar munu svo sjá um að koma myndum til Murmansk.

Ljósmyndirnar verða ekki sendar aftur til eigenda sinna. Góðgerðarsamtökin Tri Kita sem halda utan um keppnina áskila sér rétt til þess að nota innsendar myndir í allt að fimm ár í þágu samtakanna. Þær verða m.a. notaðar til að gefa munaðarleysingarhælum, sjúkrahúsum, sambýlum, fangelsum, herstöðvum, listasöfnum eða skólabyggingum. Sala myndanna verður aðeins leyfð til fjármögnunar fyrir Tri Kita samkvæmt lögum samtakanna, til dæmis til að standa undir kostnaði við þessa keppni.

Veitt verða peningaverðlaun í öllum flokkum fyrir fyrstu þrjú sætin. Besta mynd keppninnar verður valin og einnig mun almenningur velja sína uppáhalds mynd. Öllum vinningum sem verðlaunahafar utan Rússlands hljóta verður skipt viðeigandi gjaldeyri í Central Bank of Russia, daginn sem verðlaunaafhending fer fram.

Með því að senda mynd í keppnina þá samþykkja þátttakendur ofangreinda skilmála.

Eitt af helstu markmiðum þessarar hátíðar er að styrkja og efla vinarbæjarsamstarfið milli Murmansk og Akureyrar. Einnig er vonast til að hún efli meðvitund fólks um sögu, menningu og hefðir hverrar þjóðar um sig.

Nálgast má upplýsingar um keppnina á heimasíðu Hátíðarinnar á slóðinni http://kootzworld.com/
Einnig má fá nánari upplýsingar hjá Ragnhildi Aðalsteinsdóttur á Akureyrarstofu í síma 460-1156.


24 september, 2007

Afmælisbarn dagsins.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu:


Þann 24. september
1942 fæddist Gerry Marsden, Breskur söngvari.
Þann sama dag gerði breski flugherinn árás á Olíuverksmiðju í Árósum í Danmörku.
Þetta var á fimmtudegi. Í dag er mánudagur.
Ekki er þó hægt að láta skilið við þessa yfirferð um þennan merkisdag án þess að geta þess að þýski stjórnmálamaðurinn Gerhard Rübenkönig fæddist eimitt þennan dag.

15 september, 2007

Stóra Randversmálið


Við viljum Randver Þorláksson aftur í Spaugstofuna!


Stóra Randversmálið er grafalvarlegt. Íslendingar hafa látið ýmislegt yfir sig ganga undangengin misseri: Okurvexti, Grímseyjarferjuhneyksli, hátt verðlag, niðurrif sögufrægra bygginga og svarta atvinnustarfsemi. En þó kom loks að því að íslensku þjóðinni var alvarlega misboðið. Þegar yfirmenn sjónvarps allra landsmanna taka upp á því að úthýsa merkasta fulltrúa hins séríslenska aulahúmors, Randveri þorlákssyni úr sjónvarpinu. Þetta má ekki gerast. Hér er um menningarsögulegt slys að ræða. Skrifum öll undir stuðningsyfirlýsinguna við Randver: http://www.petitiononline.com/randver7/petition.html

08 september, 2007

Enn ein stórmerkileg fréttatilkynning

7.9.2007

Sjónlistamaðurinn Martin J. Meier er gestur í Gestastúdíói Gilfélagsins í september. Verkefnið sem hann vinnur að er að teikna andlitsmyndir af íbúum Akureyrar. Myndirnar verða notaðar á sýningu sem opnar í Jónas Viðar Gallery 22. september næstkomandi.

Þess vegna biðlar hann til íbúa Akureyrar um að teikna andlitsmyndir af þeim. Markmiðið er að teikna eins marga og auðið er svo úr verði sýning þar sem andlit Akureyringa verða í aðalhlutverki. Það tekur um 20 mínútur að teikna hvert verk og fólk er hvatt til að kíkja til Martins í húsnæði Gestastúdíósins efst í Listagilinu. Einnig má hafa samband við Martin í síma 857-5687 eða senda honum tölvupóst á netfangið martinj@bluvin.ch.

Martin útskrifaðist úr listaskólanum Carrera á Ítalíu árið 1993. Hann er fæddur í bænum Chur sem er lítill bær í Sviss, ekki ólíkur Akureyri að sögn Martin. Hann býr og starfar í bænum Basil í Sviss sem er þekktur fyrir mikið listalíf og flottan arkitektur. Þetta er í annað sinn sem Martin er gestur í Gestastúdíói Gilfélagsins.

Sýningin opnar sem fyrr segir í Jónas Viðar Gallery 22. september næstkomandi og lýkur 7. október. Heimasíða Martins er: www.martinj.ch

Martin_ad_storfum_i_Gestastudioinu


This page is powered by Blogger. Isn't yours?