25 apríl, 2006

Chocolate moose


17 apríl, 2006

Réttur dagsins: Sænskar kjötbollur


14 apríl, 2006

Lag dagsins

Halló góðan daginn. Ég er nú ekki eins vitlaus og ég lít út fyrir að vera. (enda væri það nú alveg skelfilegt). Sko mig ég hef enn á ný sett inn lag dagsins. Og það sem meira er það er ekki sama lagið og síðast. Ég fann hér lagið Hvad gör vi nu , lille du? með dönsku sveitinni Gasolin sem ég hef lengi haft mætur á og þetta lag fjallar um danskan auðnuleysingja. Þetta er tilvalið að hlusta á á morgnana meðan þið eruð að borða kornflexið.

Hva' gør vi nu, lille du
Tekst: Gasolin', M. Mogensen
Musik: Gasolin'

Jeg kom til verden på 5. sal
min far var tosset min mor var normal
men da de kørte ham væk sagde mor til mig:

Hvad gør vi nu lille du?

Jeg gik i skole i mange år
røg på fabrik og fik mavesår
og så en dag sparked' bossen mig ud.

Hvad gør man så lille du?

Og tiden gik og jeg gik med
jeg fløj af sted fra sted til sted
og gadens løse fugle de fløjted' og sang:

Hvor skal vi hen lille du?

Men så en dag gik jeg op til ministeren og sagde:
Du der - få lige fødderne ned og ta' hatten af!
Mand kan du ikke se at det hele er ved at gå
fuldstændig agurk?!

Så hvad gør vi nu din gamle skurk?

Men han grinte bare og sagde:
Dig, du kan sgu gå fanden i vold!
Så det gør vi nu, lille du.
Ja, vi gør!



03 apríl, 2006

Grafik




02 apríl, 2006

Gítarraunir



Já raunir hafa að ranni sótt tónelskri drótt mjög til mæðu og sorgar því á minni gítargýgju hafa, svá sem sjá má á lýsingu, spjöll orðið.

Gítar þennan fékk ég vélaðan út úr Georg fyrir margt löngu er hann ætlaði að henda honum vegna flutninga. Hefur hann síðan fylgt mér víða og á hann hef ég samið nokkur lög við níðtexta um vini og kunningja þeim til mikilar mæðu og ergelsis. Mætti því ætla að í margra herbúðum hlakkaði við þessar fregnir. Oft er sagt að menn strengi bogann of hátt. Líkast til hefi ég strengt stengina full rösklega því þverstokkurinn gaf sig svo sem sjá má. Viti einhver um gamlan gítar nothæfan sem fengist fyrir lítið, mætti sá hinn sami láta mig vita.

Hér í ranni er harmurinn
af hörðu tæi.
Nú er gítargarmurinn
genginn úr lagi

This page is powered by Blogger. Isn't yours?