02 apríl, 2006
Gítarraunir
Já raunir hafa að ranni sótt tónelskri drótt mjög til mæðu og sorgar því á minni gítargýgju hafa, svá sem sjá má á lýsingu, spjöll orðið.
Gítar þennan fékk ég vélaðan út úr Georg fyrir margt löngu er hann ætlaði að henda honum vegna flutninga. Hefur hann síðan fylgt mér víða og á hann hef ég samið nokkur lög við níðtexta um vini og kunningja þeim til mikilar mæðu og ergelsis. Mætti því ætla að í margra herbúðum hlakkaði við þessar fregnir. Oft er sagt að menn strengi bogann of hátt. Líkast til hefi ég strengt stengina full rösklega því þverstokkurinn gaf sig svo sem sjá má. Viti einhver um gamlan gítar nothæfan sem fengist fyrir lítið, mætti sá hinn sami láta mig vita.
Hér í ranni er harmurinn
af hörðu tæi.
Nú er gítargarmurinn
genginn úr lagi