15 september, 2007
Stóra Randversmálið

Við viljum Randver Þorláksson aftur í Spaugstofuna!
Stóra Randversmálið er grafalvarlegt. Íslendingar hafa látið ýmislegt yfir sig ganga undangengin misseri: Okurvexti, Grímseyjarferjuhneyksli, hátt verðlag, niðurrif sögufrægra bygginga og svarta atvinnustarfsemi. En þó kom loks að því að íslensku þjóðinni var alvarlega misboðið. Þegar yfirmenn sjónvarps allra landsmanna taka upp á því að úthýsa merkasta fulltrúa hins séríslenska aulahúmors, Randveri þorlákssyni úr sjónvarpinu. Þetta má ekki gerast. Hér er um menningarsögulegt slys að ræða. Skrifum öll undir stuðningsyfirlýsinguna við Randver: http://www.petitiononline.com/randver7/petition.html