13 febrúar, 2007

100

Já. Það hlaut að koma að því. Og þó svo Steinn hafi óneitanlega borið nokkurn kvíða í brjósti reyndist allt slíkt ástæðulaust. Hundraðasta bloggfærslan er loksins kominn á netið. Margs er að minnast og þó deila megi um hvort bloggið hafi vaxið í áliti eða bloggarinn að visku er engu að síður um merk tímamót að ræða. Af þessu tilefni ákvað Steinn að gera sér dagamun og brá sér á Kaffi Karólínu og fékk sér appelsín og fékk að vanda glas og klaka og gerðist skáldlegur mjög:
...
Síðan kæra kunn af ærslum
kveðskap, list og þykir fín.
Fagnar höldur hundrað færslum
hátíðlegur með appelsín.

Comments:
já þetta er skemmtilegasta blogg sem þú hefur hýst hérna, bara til hamingju með allar færslurnar
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?