10 febrúar, 2007

Blak


Þann 9. febrúar 1895 fann William G. Morgan allt í einu upp blakíþróttina. Blak er í raun ekki flókinn leikur og svo virðist sem hann hafi ekki verið nema einn dag að finna það upp. En eins og alþjóð veit átti þessi uppátækjasemi hans eftir að draga dilk á eftir sér og því má með sanni segja að þennan febrúardag hafi hann unnið drýgra dagsverk en margur. Sjálfsagt hefur William verið orðinn leiður á hefðbundnum íþróttagreinum og því ákveðið að finna upp nýja. Ég er fyrir mína parta orðinn langþreyttur á þeirri íhaldssemi sem felst í að spila og sýna alltaf sömu íþróttagreinar út í eitt. Eins og fótbolta og handbolta og þætti ekki úr vegi að einhver góður maður fyndi upp eitthvað nýtt. Eitthvað sem við íslendingar gætum orðið góðir í , t.d. Raufarhafnarbolta, mölkúluvarp, oddaflugsund, og hefilbekkpressu svo eitthvað sé nefnt. Það þyrfti varla að taka meira en dagstund.

Comments:
Aðeins tekur andartak,
eina dagstund, varla meir
að finna upp íþrótt eins og blak
og yrka á neti skondinn leir
 
Bolti, kúla, spjót og bjór
bændaglíma og sleggja.
Svif og hlaup og kaldur sjór
Skautar, keila og hneggja.
 
Andartak er íþrótt góð,
eins og dæmin sanna.
Að bjóða Elton John í bjóð,
best ég fari að kanna.
 
Þjóðaríþrótt þreyja menn
þegar leirinn yrkja,
fín íþrótt á fróni enn,
foss kann þjóð að virkja.
 
Steinn hann sportið stundar
kvöldin flest og nætur
glaður á æfingu skundar
og aldrei "Línuna" grætur
Bjórinn er bara fyrir feita
nú ekkert þýðir
á Línunni að Steini að leita

Ah, ég er kannski ekki alveg nógu klár í kveðskapnum.
Takk fyrir hjálpina um helgina.
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?