31 janúar, 2007

Málarinn



30 janúar, 2007

The buterfly effect - Smjörflugu effektin

..
...og það var einmitt þann 29. janúar 2007 sem Margrét Sverrisdóttir gekk úr Frjálslynda flokknum. "Ég yfirgaf ekki flokkinn. Flokkurinn yfirgaf mig". sagði hún.
...skömmu eftir að ég heyrði þessa frétt kom Alexander, Síberíumaðurinn góðkunni og bauð mér að smakka á smokkfiski sem honum var gefinn í togara frá Kaliningrað sem er í slipp hér niðri á Eyri fram í mars
...á sama tíma flögraði lítið fiðrildi í Amasón regnskóginum frá einu tré til annnars.
...

Ærin Fyrirhöfn


Í fornum annálum er getið um kind eina úr Húnaþingi er Fyrirhöfn er nefnd. Fékk hún nafngift þessa vegna þeirrar sinnar óartar að baka norðanmönnum fyrirhöfn öðrum kindum fremur. Var hún foryztuær og fylgdi henni jafnan fé víða að úr Norðlendingafjórðungi. Leiddi hún jafnan stór fjársöfn yfir beljandi jökulár, fjöll og klungur, jökla jafnt sem öræfasanda. Sagt er að hún hafi oftliga fundist í síðustu eftirleitum í Sunnlendingafjórðungi. Stundum í Landmannaafrétti elligar við Hvítárvelli. Gerðu fjallmenn oftar en ekki stökur um kind þessa. Ein var á þessa leið:

Fræg er ærin Fyrirhöfn
fyrir sína klæki.
Leiðir norðlenzk sauðasöfn
suður yfir læki

Spurning dagsins 5



24 janúar, 2007


Vissuð þið að:
24. janúar 1438 var Evgeníusi fjórða páfa vikið úr embætti. Og að
24. janúar 1848 fann James W. Marshall gull fyrstur manna í Coloma í Kaliforníu en það var einmitt upphafið að gullæðinu mikla og að
24. janúar 1924 var Pétursborg í Rússlandi skírð Leníngrad þrem dögum eftir andlát Leníns og að
24. janúar 1984 kom fyrsta Macintosh tölvan frá Apple fyrirtækinu á markað og að
24. janúar 2007 sat maður nokkur inni á Kaffi Karólínu á Akureyri fyrir framan tölvuna sína og las þessar framangreindu upplýsingar á netinu. Hann var í fúlu skapi. Hann var orðinn svangur. Pælið í því: Það voru ekki einu sinni til samlokur eða annar matur á Karó. Þessi staður er á hraðri niðurleið , hugsaði hann...

Örljóð 2




VARNAGLI

Einu sinni
var
nagli.


VARÐHUNDUR

Einu sinni
var
hvolpur.
Hann
varð
hundur.


VARSJÁ

Einu sinni
var
sjá
neðan sjávar.
Það
var
neðansjávarsjá.


VARÐELDUR

Einu sinni
var
neisti.
Hann
varð
eldur.


VIÐUNDUR

Einu sinni
varð
varðhundur
var
við
undur.

FANNFERGI

Litla gula
hænan
fann
fergi.

En litla gula
hænan fann
hvergi
fræ

því það
var
fannfergi.

17 janúar, 2007

The flight of the concords

Þesssir eru soldið fyndnir!

16 janúar, 2007

Nýtt netgallerí - A web Gallery

http://picasaweb.google.com/Steinn52
Jebb Gott fólk nú er komið aððí. Steinn hefur opnað gallerí á netinu. Þar gefur að líta það helsta sem hann hefur afrekað á myndlistasviðinu undangengin ár. Enn sem komið ner eru fáar myndir komnar inn en það stendur allt til bóta.

Good people. Now I finally have a Web gallery with fotos and artworks.
Check it out!

14 janúar, 2007

Hana NÚ

Á netinu má finna margt gamalt og gott.
Hver man ekki eftir tékkóslóvakísku brúðumyndunum A je to.

13 janúar, 2007

Sumir halda því fram að það gerist aldrei neitt á Akureyri. Þetta fólk er bara einfaldlega illa upplýst. Það horfir ekki á N4. Ég er búinn að horfa á N4 í allt kvöld. Og aðal fréttin núna er sú að hvorki fleiri né en 7 flíkur hafa horfið í brekkuskóla í vetur. Þetta er náttúrulega ekkert annað en þjófnaðarfaraldur og líta skólayfirvöld þetta mál afar alvarlegum augum. Og eftir að hafa horft fjórum sinnum á þessa frétt á síðustu klukkutímum sé ég æ betur hversu alvarlegt þetta mál er.
Enda er ég upplýstur maður ólíkt þeim sem horfa bara á fótbolta og popptíví. N4 boða á heimasíðu sinni nýja sókn í fréttaflutningi og fjölmiðlun á heimasíðu sinni http://www.n4.is/.
Verst þykir mér þó að ekki er hægt að skoða fréttirnar þeirra á netinu eins og hægt var á gömlu Aksjón síðunni svo að aðfluttir akureyringar og aðrir geti fylgst með því helsta í skólabænum Akureyri.

12 janúar, 2007

Speki dagsins 3

Seint koma sumir en koma þó stundum, en stundum þó ekki.
Betra er að koma seint en aldrei en betra er þó að koma aldrei seint.
(Dr. Petra St-N. Aldrey: History of time - Time of history; Oxford , 1924 )

09 janúar, 2007

Spurning dagsins 4

Hvort ætli sé betra að heita
ÞÓRARINN BJARNASON eða
ÞÓR ARINBJARNARSON
?

08 janúar, 2007

Every now and then I fall a part

(but only every now and then, most of the time I´m OK, don´t panic!)

07 janúar, 2007

SPURNING DAGSINS

ER BETRA AÐ VERSLA
Í KEA
EÐA
ÍKEA
?

03 janúar, 2007

Gleðilegt nýtt ár

Gaman er að sjá ykkur öll svona hress á nýju ári.
Maður nokkur gerði það eitt sinn að nýársheiti sínu að hætta að reykja á árinu og stóð við það á hverjum degi. Geri aðrir betur.
Nýársheitið að þessu sinni er að reyna að njóta líðandi stundar á árinu sem er að líða.

Eins og vísast alþjóð veit
um áramót skal planið vanda

Ef nógu mörg eru nýársheit
munu nokkur þeirra kannski standa

This page is powered by Blogger. Isn't yours?