13 janúar, 2007

Sumir halda því fram að það gerist aldrei neitt á Akureyri. Þetta fólk er bara einfaldlega illa upplýst. Það horfir ekki á N4. Ég er búinn að horfa á N4 í allt kvöld. Og aðal fréttin núna er sú að hvorki fleiri né en 7 flíkur hafa horfið í brekkuskóla í vetur. Þetta er náttúrulega ekkert annað en þjófnaðarfaraldur og líta skólayfirvöld þetta mál afar alvarlegum augum. Og eftir að hafa horft fjórum sinnum á þessa frétt á síðustu klukkutímum sé ég æ betur hversu alvarlegt þetta mál er.
Enda er ég upplýstur maður ólíkt þeim sem horfa bara á fótbolta og popptíví. N4 boða á heimasíðu sinni nýja sókn í fréttaflutningi og fjölmiðlun á heimasíðu sinni http://www.n4.is/.
Verst þykir mér þó að ekki er hægt að skoða fréttirnar þeirra á netinu eins og hægt var á gömlu Aksjón síðunni svo að aðfluttir akureyringar og aðrir geti fylgst með því helsta í skólabænum Akureyri.

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?