03 janúar, 2007

Gleðilegt nýtt ár

Gaman er að sjá ykkur öll svona hress á nýju ári.
Maður nokkur gerði það eitt sinn að nýársheiti sínu að hætta að reykja á árinu og stóð við það á hverjum degi. Geri aðrir betur.
Nýársheitið að þessu sinni er að reyna að njóta líðandi stundar á árinu sem er að líða.

Eins og vísast alþjóð veit
um áramót skal planið vanda

Ef nógu mörg eru nýársheit
munu nokkur þeirra kannski standa

Comments:
mér finnst það vanti spurningamerki aftast í síðustu línu ljóðsins. Gjörbreytir merkingu.

Spurningarmerki aftan við setningu.
Spurnartón og þú gjörbreytir merkingu
tækifæri við hvurt, veldur hrifningu
háð og spott breytir sól í rigningu

Gleðilegt ár!

Heiða
 
Ef nógu mörg eru nýársheit
mun nokkurt þeirra að lokum standa???????

Ef ég læt verða af því að taka þátt í íslensku útrásinni verður næsta áramótauppgjör líkast til í Evrum.
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?