03 janúar, 2007
Gleðilegt nýtt ár
Maður nokkur gerði það eitt sinn að nýársheiti sínu að hætta að reykja á árinu og stóð við það á hverjum degi. Geri aðrir betur.
Nýársheitið að þessu sinni er að reyna að njóta líðandi stundar á árinu sem er að líða.
Eins og vísast alþjóð veit
um áramót skal planið vanda
Ef nógu mörg eru nýársheit
munu nokkur þeirra kannski standa
Spurningarmerki aftan við setningu.
Spurnartón og þú gjörbreytir merkingu
tækifæri við hvurt, veldur hrifningu
háð og spott breytir sól í rigningu
Gleðilegt ár!
Heiða
mun nokkurt þeirra að lokum standa???????
Ef ég læt verða af því að taka þátt í íslensku útrásinni verður næsta áramótauppgjör líkast til í Evrum.
<< Home