15 mars, 2007

Skjaldarmerki Akureyrar


Sko. Þetta er skjaldarmerki Akureyrar. Útspýttur dauður örn með tunguna útúr sér. Hér áður fyrr þótti örninn hinn mesti vágestur og lagðist á fólk og fénað. Norðlendingar voru manna duglegastir að útrýma þessum vargi og því skiljanlegt að þeir hafi stoltir haft dauðan örn á sínu skjaldarmerki. En hvað er á bringunni á fuglinum?

Comments:
Nammipoki með blandiípoka-nammi, bundinn saman í miðjunni? Heiða
 
Auðvitað er þetta misheppnað húðflúr af akkeri.
 
Þarna ku verið að sýna hvað örninn geymir í maga sínum - sé ekki betur en að þetta séu leifar af ermi (svona ermar á peysum voru mikið í tísku hér áður fyrr)- sem síðasta fórnalambið (barn eða hundur) hefur eflaust verið klætt í...
 
Mér segja fróðir menn að þetta sé ekki örn, heldur gammur, kannski hrægammur. Það er stélið sem kom upp um hann - ernir hafa víst ekki svona stél. Og að sjálfsögðu er þetta kornknippi sem hann geymir á bringunni, beint af akrinum og þess vegna Akureyri.
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?