23 september, 2006

'A rökkvuðu síðkvöldi

Á rökkvuðu síðkvöldi í september
sat ég við tölvuna eina.
Einn með vodka í engifer
eins og grjóthörðnuð kleina.

Orti á bloggið ljúflingsljóð
í lágnæturhúmi nætur.
Hugur minn rétt eins og hrossastóð
sem hneggjar við fjallsins rætur.

Póstmódern stemming um stofuna þaut
er stálgráar rúðurnar þögðu
Sem vofur úr fjarlægri vetrarbraut
vonleysi að hlustum mér lögðu.

Comments:
Þú ættir að prófa að éta hörðu
kleinuna og hlusta á stóðið
hneggja -- og hug´ekki að öðru
en klára vodkað -- það er lóðið.
 
það er mjög póstmódernískt að hafa gefist upp á að tjá sig öðru vísi en í ferskeytlum! Til hamingju með það, kærar kveðjur úr Keflavík
Heiða og Elvar
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?