23 september, 2006
'A rökkvuðu síðkvöldi
sat ég við tölvuna eina.
Einn með vodka í engifer
eins og grjóthörðnuð kleina.
Orti á bloggið ljúflingsljóð
í lágnæturhúmi nætur.
Hugur minn rétt eins og hrossastóð
sem hneggjar við fjallsins rætur.
Póstmódern stemming um stofuna þaut
er stálgráar rúðurnar þögðu
Sem vofur úr fjarlægri vetrarbraut
vonleysi að hlustum mér lögðu.
19 september, 2006
Öll lífsins gæði
Orti ég þá þessa vísu
Öll má lífsins æðstu gæði
á Akureyri finna og njóta.
En leggirðu vinur í vitlaust stæði
verðurðu að borga rukkun ljóta.
Annað er það að ég er kominn með þetta b-vítans kvef. En nú fann ég þetta líka fína hóstasaft. Þá orti ég aðra vísu:
Lumbruslæmsku hef ég haft
og horrennsli úr nefi.
En hektólíter hóstasaft
hreinsar mann af kvefi.
04 september, 2006
Já þetta er Baldur Jón Böðvarsson eða Balli Bö eins og hinir hljómsveitarmeðlimirnir kalla hann.
En nú er Evrópureisa senn á enda. Sjáumst hress heima á Fróni.
Nu er min Eurotrip snart slut. Ses igen paa Island
Now my friends my Eurotrip has soon come to an end. See you again in Iceland
02 september, 2006
Liebe Freunde und Verwante. Mein Herz zerspringt fast vor übergroßer Freude, daß ich hier nach Berlin gekommen bin, im Kreise des Kurfürsten, Herr Friedrich von der Sauerkraut. Hier geht es mir sehr gut. Morgen gehe ich natürlich zum Fledermausfest in einer altem Zitadelle, um Fledermäuse zu sehen. Aber leider muß ich zurück in mein kleines Vaterland am Dienstag. Bis dann Alles Gute.