19 september, 2006

Öll lífsins gæði

Á dögunum fékk ég í pósti umslag. Á því stóð: Akureyri öll lífsins gæði. Var ég að vonum spenntur eftir að vita hver lífsins gæði Akureyrarbær væri að senda mér. En vonbrigði mín urðu mikil því þar var á ferðinni rukkun um stöðubrotsgjald með álagi fyrir ólöglega stöðu bifreiðar í sumar.

Orti ég þá þessa vísu

Öll má lífsins æðstu gæði
á Akureyri finna og njóta.
En leggirðu vinur í vitlaust stæði
verðurðu að borga rukkun ljóta.

Annað er það að ég er kominn með þetta b-vítans kvef. En nú fann ég þetta líka fína hóstasaft. Þá orti ég aðra vísu:

Lumbruslæmsku hef ég haft
og horrennsli úr nefi.
En hektólíter hóstasaft
hreinsar mann af kvefi.

Comments:
Sælllllýður

Ekki klikkar þú á stöku dagsins frekar en fyrri daginn:-) Maður hefur verið ansi lélegur að blogga undanfarið(eitthvað annað en þú)
...en hef þó sett inn slatta af myndum úr hinum ýmsu ferðum hér: http://icearif.spaces.live.com/
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?