28 mars, 2009

! - TEIKNIMYND



Árið 2005 gerði ég ásamt Línu skólasystur minni teiknimynd í Myndlistarskólanum á Akureyri í áfanga hjá Hlyni Hallssyni og var hún sýnd í febrúar á sýningu sem nemendur héldu í því húsnæði sem nú heitir Gallerí Box. Ýmsir áttu erfitt með að botna í þessarri mynd. En í ljósi atburða síðastliðinna mánaða verður ekki annað sagt en að hér færu listamennirnir ansi nálægt því að spá fyrir um upphaf og endalok íslenska efnahagsundursins svonefnda. Hvort sérstök spádómsgáfa hafi stýrt gerð þessarar myndar skal ósagt látið en mér þykir við hæfi að rifja þessa mynd upp þar sem spámaðurinn er ekki lengur staddur í sínu föðurlandi.

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?