10 nóvember, 2008

Lög um blogg


nú nýlega voru samþykkt lög um blogg á alþingi. Var víða leitað álits hjá helstu sérfræðingum á sviði bloggfræða og bárust fjölda margar góðar ábendingar og athugasemdir sem flestar voru sem betur fer sniðgengnar.

Inntak hinna nýju laga kemur vel fram í fyrsta kafla þeirra:

Hlutverk Dagbloggs, í samvinnu við netþjónabú, er að stuðla að alhliða þroska allra notenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir bloggs skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Þá skal bloggið leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir notenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins.
Bloggið skal stuðla að víðsýni hjá notendum og efla færni þeirra í íslensku máli, skilning þeirra á íslensku samfélagi, sögu þess og sérkennum, högum fólks og á skyldum einstaklingsins við samfélagið, umhverfið og umheiminn. Notendum skal veitt tækifæri til að nýta sköpunarkraft sinn og að afla sér þekkingar og leikni í stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Bloggkerfið skal leggja grundvöll að frumkvæði og sjálfstæðri hugsun notenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra.
Dagbloggið skal stuðla að góðu samstarfi vefteymis og vefstjórnar með það að markmiði að tryggja farsælt bloggstarf, almenna velferð og öryggi notenda.





The role of the blog, in cooperation with the main server center, is to encourage users’ general development and prepare them for active participation in a democratic society that is continuously developing. Blog practice and methods shall be characterised by tolerance and affection, Christian heritage of Icelandic culture, equality, democratic cooperation, responsibility, concern, forgiveness and respect for human values. The blog shall endeavour to organise its activities to correspond fully with the position and needs of its users and encourage the overall development, well-being and education of each individual.
The blog shall encourage broadmindedness in its users, strengthen their skills in the Icelandic language and their understanding of Icelandic society, its history and characteristics, of people’s living conditions and the individual’s duties to the community, the environment and to the world. Users shall be provided with the opportunity to develop and use their creativity and to acquire knowledge and skills in their strive towards education and development. Blog activities shall lay the foundations for pupils’ autonomy, initiative and independent thinking and train their cooperation skills.
The blog shall encourage good cooperation between the Web-team and the blog administration, with the objective of ensuring successful blog operation, general welfare and safety for users.

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?