04 nóvember, 2008

Dagblogg Steins 6 ára



Starfsfólk Dagbloggsins. Á myndina vantar ritstjórann en hann þurfti að skreppa út í búð og kaupa meira appelsín.

Eins og almenningur víða um heim veit er 2. nóvember einn hinn mestur hátíðisdaga sem uppá er haldið. Er þá án margra undantekninga gefið frí í øllum betri lásasmiðsverkstædum í Hrísey og á Árskógssandi og jafnframt á Hauganesi ef fullt tungl ber uppá þriðja sunnudag eftir dymbilviku.

Hér erum við (það er að segja ég) að tala um afmæli Dagbloggsins sem nú var haldið í fimmta sinn. Vegna fyrirsjáanlegs samdráttar á íslenskum og erlendum mørkuðum tók stjórn Dagbloggsins þá ákvørðun í byrjun september að flytja yfirstjórn Dagbloggsins til Danmerkur.

Í samþykkt trúnaðarráðs æðstu stjórnenda var jafnframt ákveðið að afskrifa allar krøfur í þrotabú Dagblog group inc. og jafnframt lánveitingar til starfsmanna og eigenda fyrirtækisins sem veitt var skømmu áður vegna kaupa á gosdrykkjum og fuglakorni. þetta kemur fram í fréttatylkynningu sem fjølmiðlafulltrúi fyrirtækisins gaf nú síðdegis. Ekki hefur náðst í yfirmann Bloggsins en nær øruggar heimildir eru fyrir því að hann sé nú að baka gulrótarkóku og sjóðandi kókó á einum gaskomfúr á Amakri vegna atburða komandi daga.


Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?