19 febrúar, 2008
Hljóð þagnarinnar
19. febrúar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
19. febrúar er 50. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 315
dagar (316 á hlaupári) eru eftir af árinu.
- 607 - Bonifasíus 3. varð páfi.
- 1600 - Perúska eldfjallið Huaynaputina sprakk, svo úr varð mesta eldgos í sögu Suður-Ameríku.
- 1870 - Jón Ólafsson ritstjóri birti kvæðið „Íslendingabrag“ í blaði sínu Baldri. Kvæðið var mjög meinyrt í garð Dana og hlaut Jón síðar dóm fyrir birtingu þess.
- 1878 - Thomas Edison fékk einkaleyfi á grafófóninum (Phonograph).
- 1881 - Kansas varð fyrsta ríki Bandaríkjanna til að leyfa sölu alkóhóls.
- 1930 - Stóra bomba hófst á heimsókn Helga Tómassonar yfirlæknis á Kleppi til Jónasar Jónssonar frá Hriflu sem þá var dómsmálaráðherra.
- 1959 - Bretland veitti Kýpur sjálfstæði, sem gekk í gildi 16. ágúst 1960.
- 1960 - Viðreisnarstjórnin hóf efnahagsumbætur með auknu frelsi í inn- og útflutningi ásamt 30% gengislækkun.
- 1964 - Paul Simon skrifaði lagið „The Sound of Silence“ sem hálfu ári síðar gerði hann og Art Garfunkel fræga sem dúettinn Simon & Garfunkel.
- 1976 - Ísland sleit stjórnmálasambandi við Bretland vegna deilunnar um fiskveiðilögsögu Íslands.
- 1986 - Sovétmenn sendu Mír-geimstöðina á braut um jörðu.