16 febrúar, 2008



föstudagur 15. febrúar 2008


Einbjörn Í. Karlsson skipaður formaður vísindaráðs Dagbloggs Steins

Hrafn A. Flókason aðstoðaryfirvefstjóri og starfandi staðgengill vefbloggstjóra og þar með sitjandi yfirmaður bloggvefs skipaði nýlega vísindaráð, en hlutverk þess er að vera bloggráði og yfirstjórn til ráðgjafar um eflingu vísindalegra rannsókna við Dagblogg Steins. Einbjörn Í Karlsson örtölvunarfræðingur og fyrrverandi rektor Tölvuskóla Grenivíkur var skipaður formaður ráðsins.

Verkefni vísindaráðs eru:
  • Að vera vefbloggstjóra, bloggráði, bloggfundi og yfirstjórn til ráðgjafar um málefni vísinda við Dagblogg Steins.
  • Að beita sér fyrir mótun og endurskoðun stefnu um vísindi við Dagblogg Steins.
  • Að starfa með gæðaráði að því að móta viðmið og kvarða sem notaðir eru til að meta vísindalega starfsemi við Dagblogg Steins
  • Að skapa bætt umhverfi til rannsókna fyrir vefhönnuði, almannatengslafulltrúa, forritara, deildarstjóra auk matráða og ræstitækna sem þar starfa skv. skipuriti frá 2005

Vísindaráði er ennfremur falið að gera tillögur um einföldun á skipan nefnda í hinum fjölmörgu deildum bloggsins sem fjalla um ýmislegt sem varðar vísindalega starfsemi, svo sem rannsóknaleyfi, úthlutun úr Rannsóknasjóði Dagbloggþjónustu Norðurlands Eystra (DNA) og annað þessu skylt. Tillögunum skal skilað fyrir lok árs 2008.


Starfsmaður DNA situr fundi vísindaráðs, er ritari þess og annast dagleg störf fyrir það.


Til baka | Senda frétt

Comments:
Af hverju var starfið ekki auglýst? Ráðningin minnir nokkuð mikið á skipan Markúsar Arnar sem forstjóra Þjóðmenningarhúss.

Húsfaðir í Vesturbænum.
 
Vandar nogguð ritara?

Ég bíð mig framm.

kveþja Gestur
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?