06 desember, 2007
GRÁLIST MEÐ SMÁLIST
,,Grálist með smálist" er samsýning í DaLí Gallery á Akureyri í desember. Grálista-hópurinn verður með smálistagjörning á myndbandi og þekja veggi gallerísins með smálist. Ekkert smáverk verður stærra en 20×20 cm og má þar líta hluta af smámyndasafni Grálista-hópsins. Opnun verður laugardaginn 8. desember og er opið kl. 14-17, og alla föstudaga og laugardaga kl.14-17 fram að jólum. http://daligallery.blogspot.com/
Grálist er hópur ungra myndlistamanna sem hafa öll útskrifast frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri að undanskildum þremur sem útskrifast næsta vor.
Grálist er óháður og fjölbreyttur hópur sem hefur það að markmiði að vera sýnileg út um allt eins og gráir kettir, ýmist saman í heild, í smærri hópum og sem einstaklingar.
Frekari upplýsingar um Grálist má sjá hér:
http://gralist.wordpress.com/
Kveðja Dagrún og Lína í DaLí Gallery
8957173 8697872
Brekkugötu 9, Akureyri
dagrunm@snerpa.is
http://daligallery.blogspot.com/
http://gralist.wordpress.com/
Ef smellt er á tengingarnar í þessari frétt koma bara skilaboð frá OgVodafón um að ekki hafi tekist að ná í síðu : (
Tæknistjóri Bloggsíðunnar fór á Jólahlaðborð og glöggsmökkun hjá Kvenfélagasambandi Þingeyinga á Grenivík fyrir 5 dögum og kveðst enn vera veðurtepptur. Og lagfæringa er því ekki að vænta í bráð.
<< Home