07 ágúst, 2007

Gallerí Víðátta opnar á Handverkshátíð á Hrafnagili sýningu Grálistarhópsins (...hmm kannski soldið löng fyrirsögn..??)


Nokkrir svona grá-listamenn.

...nýjung á hátíðinni þetta árið er myndlistarsýning undir berum himni
.
Gallerí Víðátta 601 hefur það að markmiði að standa fyrir myndlistarsýningum utan hefðbundinna sýningarsala hérlendis og erlendis. Í Gallerí Víðáttu 601 verður Grálist með samsýningu en Grálist er samsýningahópur ungra myndlistamanna sem öll útskrifuðust frá Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2006 og 2007. Grálistahópurinn er óháður og hæfileikaríkur myndlistahópur sem sýnir list sína ýmist saman í heild, í smærri hópum eða sem einstaklingar undir nafni Grálistar.
Hópurinn vinnur í ýmsa miðla myndlistar á frjálslegan, frjóan og skapandi hátt. Gallerí Víðátta 601 verður staðsett á útisvæði hátíðarinnar og verður með afar frumlega útstillingu.

http://www.handverkshatid.is/


Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?