22 ágúst, 2007

Enn ein bráðskemmtileg fréttatilkynning

STEINN á STEIN
VeggVerk
Strandgata 17
Akureyrarvaka 25.08.2007
12:00




Á Akureyrarvöku mun Steinn Kristjánsson setja upp nýtt textaverk á VeggVerk.
Steinn er fæddur 1974 og hefur stundað nám í íslensku og finnsku við
HÍ. Hann útskrifaðist úr fagurlistadeild
Myndlistarskólans á Akureyri sl. vor og var skiptinemi við Lahti
Polytechnic í Finnlandi árið 2005.

Steinn mun byrja að skrifa á vegginn klukkan 12 á Akureyrarvöku og
geta gestir fylgst með verkinu verða smám saman til. Áætlað er að
klára fyrir myrkur.

VeggVerk býður upp á sýningar fyrir allan almenning. VeggVerk opnaði
haustið 2006 og hefur boðið upp á 4 sýningar síðan þá, eina á hverri
árstíð. Verkin eru sýnd á vegg í nánd við miðbæ Akureyrar, á horni
Strandgötu og Glerárgötu.

Sýningarstjóri er Jóna Hlíf Halldórsdóttir en hún stýrir VeggVerk á
næstunni. Nánari upplýsingar á www.veggverk.org

Jóna Hlíf Halldórsdóttir er fædd árið 1978 í Reykjavík og býr og starfar
á Akureyri. Hún stundaði nám við Myndlistarskólann á Akureyri á
árunum 2002-2005 og útskrifaðist með MFA gráðu frá Glasgow School of
Art í júní 2007. Hún rekur einnig GalleríBOX á Akureyri ásamt
fleirum. Nánari upplýsingar um Jónu og verk hennar er að finna á
heimasíðunni www.thisisjonahlif.blogspot.com. Frekari upplýsingar um
GalleríBOX er að finna á www.galleribox.blogspot.com.

--
Kveðja
Jóna Hlíf Halldórsdóttir

www.thisisjonahlif.blogspot.com

www.galleribox.blogspot.com



Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?