19 maí, 2007

Ein lítil svona fréttatilkynning

Vorsýning Myndlistaskólans

18.5.2007

myndak_vorsyning07Þrítugasta og þriðja starfsári Myndlistaskólans á Akureyri lýkur með veglegri sýningu á verkum nemenda í húsnæði skólans að Kaupvangsstræti 16. Sýnd verða verk nemenda fornámsdeildar, listhönnunar- og fagurlistadeildar. Þar gefur að líta sýnishorn af því helsta sem nemendur hafa verið að fást við í myndlist og hönnun á þessu skólaári.

Eftirtaldir nemendur útskrifast úr sérnámsdeildum skólans: Aðalbjörg Kristjánsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Charlotta Þorgils, Sigurlín Margrét Grétarsdóttir, Steinn Kristjánsson, Steinunn Ásta Eiríksdóttir, Sveinbjörg Ásgeirsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Hjalti Jónsson, María Hafsteinsdóttir og Petra Sæunn Heimisdóttir

Einnig verða sýnd verk eftir nemendur sem voru á barna- og unglinganámskeiðum á vorönn. Allir eru hjartanlega velkomnir í Myndlistaskólann á Akureyri um helgina. Sýningin verður opin kl. 14 til 18 á laugardag og sunnudag.

Heimasíða skólans: www.myndak.is.


Comments:
Til hamingju með áfangann Steinn - hvað á svo að gera í framhaldinu?
 
þetta er bara næstum því jafn krúttlegur hópur og var í fyrra hahahahahaha... þið eruð svo sæt og sæl saman :) enn og aftur...til hamingju :)
 
Innilega til hamingju með sýninguna, hún var góð. Ég kíkti aftur í dag og það var mjög gott, fá að skoða í einrúmi. Vantaði að vísu að það væri kveikt á þínu verki... :( en maður fær víst ekki allt sem maður vill, heh.
sjáumst 'kv Karen
 
hey ! af hverju er ég ekki ber að ofan á þessari mynd ?
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?