30 maí, 2007
Stokkholmur 1
Nú er tíðindamaður dagbloggsins staddur i Stokkhólmi. Sænskir hafa löngum státað af að vera öðrum þjóðum fremri í viðskiptum, samgöngum og öllu því er að skilvirkni og nútímatækni lýtur. Slíkt er þó af og frá. Á leið sinni til herragarðs Magnúsar og Sunnu varð hann að taka 3 strætisvagna. Ekki vóru þó svenskir bílstjórar þó búnir að tileinka sér kreditkortatækni í sama mæli og siðaðar þjóðir flestar og neitaði sá hinn fyrsti alfarið að taka við slíkri borgun. varð þá umræddur tíðindamaður frá að hverfa og gekk með föggur sínar drjúgan spöl og leitaði uppi hraðbankafilial eitt mikið og tók út kontant greiðslu umtalsverða. Næsti vagn kom halftíma síðar og dró þá áður umræddur tíðindamaður fram sænska peningaseðla, litprentaða með myndum af kónginum, drottningunni og allskyns pótintátum er nafnkunnir og - togaðir ku vera þar í landi. Taldi vagnstjóri öll vandkvæði á að taka við slíkri greiðslu og vildi einungis sjá kúpong, en það er fyrirbæri sem fundið var upp til að viðhada bürókratíi sem er þjóðaríþrótt þarlend. Varð hann enn a ný frá að hverfa og upphófst nú leit að kúpóng-fösäljara, sem er stétt manna er til heldur í kíoskum þar til gjörvum. Að slíkum fundnum var enn á ný leitaður uppi næsti vagn og þá loks var áður oft umræddur tíðindamaður góðkenndur sem persona grata intercitytrafíkórum. Komst hann loks fyrir náttmál á áfangastað og var tekið með kostum og kynjum.
Á morgun hyggst tíðindamaður reyna við metróinn, enda annálaður metró-maður. Meira um það seinna....
19 maí, 2007
Ein lítil svona fréttatilkynning
Vorsýning Myndlistaskólans
Þrítugasta og þriðja starfsári Myndlistaskólans á Akureyri lýkur með veglegri sýningu á verkum nemenda í húsnæði skólans að Kaupvangsstræti 16. Sýnd verða verk nemenda fornámsdeildar, listhönnunar- og fagurlistadeildar. Þar gefur að líta sýnishorn af því helsta sem nemendur hafa verið að fást við í myndlist og hönnun á þessu skólaári.
Eftirtaldir nemendur útskrifast úr sérnámsdeildum skólans: Aðalbjörg Kristjánsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Charlotta Þorgils, Sigurlín Margrét Grétarsdóttir, Steinn Kristjánsson, Steinunn Ásta Eiríksdóttir, Sveinbjörg Ásgeirsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Hjalti Jónsson, María Hafsteinsdóttir og Petra Sæunn Heimisdóttir
Einnig verða sýnd verk eftir nemendur sem voru á barna- og unglinganámskeiðum á vorönn. Allir eru hjartanlega velkomnir í Myndlistaskólann á Akureyri um helgina. Sýningin verður opin kl. 14 til 18 á laugardag og sunnudag.
Heimasíða skólans: www.myndak.is.
15 maí, 2007
Vissulega var blessað vorið komið
Jú jú. Vissulega fór það ekki á milli mála að það var komið blessað vorið. Og gróðurinn tekinn að lifna og þvíumlíkt eins og við var að búast. Samt var eins og eitthvað hefði breyst. Hann var bara ekki alveg viss. Það var eins og eitthvað vantaði. En líklegast var það bara ímyndun...
13 maí, 2007
Speki dagsins 4
(Master Yoda)
फार इस थे पाथ तो थे दर्क साइड. फार लीड्स तो अन्गेर; अन्गेर लीड्स तो हटे; हटे लीड्स तो सुफ्फेरिंग.