31 mars, 2007

Þættir úr sögu Akureyrar 2



31. mars.
1863 - Kona kaus í fyrsta sinn í bæjarstjórnarkosningum á Íslandi og var það Maddama Vilhelmina Lever á Akureyri.

Svo segir á Wikipedíu. Og ekki lýgur Pedían.
Maður skyldi nú aldeilis ætla að Femínistar á Akureyri sæju sóma sinn í að halda upp á þetta. En það hefur alveg farist fyrir sem er afar miður. Svo þetta gleymist nú ekki hefur Steinn ákveðið að yrkja minni Þessarar merku konu. Og er það vonandi að hennar verði betur minnst í framtíðinni og af henni verði reist stytta að ári þegar júst akkurat nettopp líje presís 145 ár verða liðin frá þessum merkis atburði.

Virtust Maddama Vilhelmína Lever,
víf sem Kvennabaráttuna leiddi.
Fyrsta kona á Akureyri - "ever"
sem atkvæði til bæjarstjórnar greiddi.

21 mars, 2007

Þættir úr sögu Akureyrar 1


Landnámabók greinir frá því að fyrsti landneminn á svæðinu var Helgi „magri“ Eyvindarson sem kom þangað á 9. öld. Elstu heimildir um nafnið Akureyri eru þó frá 1526 en þá féll dómur á staðnum yfir konu fyrir að hafa sængað hjá karli án þess að hafa giftingarvottorð.
Heimild (Wikipedia)
--
The Norse Viking Helgi magri Eyvindarson originally settled the area in the 9th century. The first mention of Akureyri dates back to 1562 when a woman was sentenced there for adultery.
--
Vikingen Helgi Magri Eyvindarson slo seg ned på stedet i det niende århundre e.Kr. Den første historiske kilden som nevner Akureyri er en domsavsigelse fra 1562 der en kvinne ble dømt for utroskap.
--
Первые викинги поселились в районе Акюрейри еще в 9 веке н.э. Название Акюрейри упоминается с 1562, когда сюда была сослана одна женщина за супружескую измену.

15 mars, 2007

Skjaldarmerki Akureyrar


Sko. Þetta er skjaldarmerki Akureyrar. Útspýttur dauður örn með tunguna útúr sér. Hér áður fyrr þótti örninn hinn mesti vágestur og lagðist á fólk og fénað. Norðlendingar voru manna duglegastir að útrýma þessum vargi og því skiljanlegt að þeir hafi stoltir haft dauðan örn á sínu skjaldarmerki. En hvað er á bringunni á fuglinum?

06 mars, 2007

Sameining kirkjudeilda


Séra Baldur nokkur Kristjánsson sagði á dögunum að mál væri til komið að sameina í eina sæng mótmælendur og kaþólikka enda hefðu víða átt sér stað þreifingar í þá átt.
http://www.visir.is/article/20070305/FRETTIR01/70305112

Munkur við kvenprestinn mjög sté í væng:
"Mál er að sameina trúna.
Við skulum því leggjast saman í sæng
sirkabát akkurat núna."

05 mars, 2007

The Egg´s files

Ljósmyndasería

1


2
3

4
5



This page is powered by Blogger. Isn't yours?