31 mars, 2007
Þættir úr sögu Akureyrar 2
1863 - Kona kaus í fyrsta sinn í bæjarstjórnarkosningum á Íslandi og var það Maddama Vilhelmina Lever á Akureyri.
Svo segir á Wikipedíu. Og ekki lýgur Pedían.
Maður skyldi nú aldeilis ætla að Femínistar á Akureyri sæju sóma sinn í að halda upp á þetta. En það hefur alveg farist fyrir sem er afar miður. Svo þetta gleymist nú ekki hefur Steinn ákveðið að yrkja minni Þessarar merku konu. Og er það vonandi að hennar verði betur minnst í framtíðinni og af henni verði reist stytta að ári þegar júst akkurat nettopp líje presís 145 ár verða liðin frá þessum merkis atburði.
Virtust Maddama Vilhelmína Lever,
víf sem Kvennabaráttuna leiddi.
Fyrsta kona á Akureyri - "ever"
sem atkvæði til bæjarstjórnar greiddi.
21 mars, 2007
Þættir úr sögu Akureyrar 1
15 mars, 2007
Skjaldarmerki Akureyrar
Sko. Þetta er skjaldarmerki Akureyrar. Útspýttur dauður örn með tunguna útúr sér. Hér áður fyrr þótti örninn hinn mesti vágestur og lagðist á fólk og fénað. Norðlendingar voru manna duglegastir að útrýma þessum vargi og því skiljanlegt að þeir hafi stoltir haft dauðan örn á sínu skjaldarmerki. En hvað er á bringunni á fuglinum?
06 mars, 2007
Sameining kirkjudeilda
http://www.visir.is/article/20070305/FRETTIR01/70305112
Munkur við kvenprestinn mjög sté í væng:
"Mál er að sameina trúna.
Við skulum því leggjast saman í sæng
sirkabát akkurat núna."