24 janúar, 2007
24. janúar 1438 var Evgeníusi fjórða páfa vikið úr embætti. Og að
24. janúar 1848 fann James W. Marshall gull fyrstur manna í Coloma í Kaliforníu en það var einmitt upphafið að gullæðinu mikla og að
24. janúar 1924 var Pétursborg í Rússlandi skírð Leníngrad þrem dögum eftir andlát Leníns og að
24. janúar 1984 kom fyrsta Macintosh tölvan frá Apple fyrirtækinu á markað og að
24. janúar 2007 sat maður nokkur inni á Kaffi Karólínu á Akureyri fyrir framan tölvuna sína og las þessar framangreindu upplýsingar á netinu. Hann var í fúlu skapi. Hann var orðinn svangur. Pælið í því: Það voru ekki einu sinni til samlokur eða annar matur á Karó. Þessi staður er á hraðri niðurleið , hugsaði hann...
<< Home