30 janúar, 2007

Ærin Fyrirhöfn


Í fornum annálum er getið um kind eina úr Húnaþingi er Fyrirhöfn er nefnd. Fékk hún nafngift þessa vegna þeirrar sinnar óartar að baka norðanmönnum fyrirhöfn öðrum kindum fremur. Var hún foryztuær og fylgdi henni jafnan fé víða að úr Norðlendingafjórðungi. Leiddi hún jafnan stór fjársöfn yfir beljandi jökulár, fjöll og klungur, jökla jafnt sem öræfasanda. Sagt er að hún hafi oftliga fundist í síðustu eftirleitum í Sunnlendingafjórðungi. Stundum í Landmannaafrétti elligar við Hvítárvelli. Gerðu fjallmenn oftar en ekki stökur um kind þessa. Ein var á þessa leið:

Fræg er ærin Fyrirhöfn
fyrir sína klæki.
Leiðir norðlenzk sauðasöfn
suður yfir læki

Comments:
Myndi ekki Ærin Ástæða vera af þessu sama fjárkyni?
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?