02 nóvember, 2006

4 ár í blogginu



Það lá að. Hlaut sosum að koma að því fyrir rest. Enginn fær sín örlög flúið. Tíminn sá mikli rukkari réttir oss... Í dag eru akkurat just precis netop 4 ár frá því að þessi bloggsíða var opnuð. Mikið skólp hefur runnið til sjávar frá hinni fyrstu færslu (1. movement). Síðunni hafa borist fjöldamörg heillaóskaskeyti, blóm og kransar.

Blóm og kransar blogg og meil.
Blíðust óskaskeyti.
Lesendur góðir: Lifið heil:
Ljúft afmælisteiti.

Þetta er sosum óttalegt hnoð. En ég má ekki vera að gera betur því ég er að fara að horfa á Desperat hásvæfs.

Til hamingju með daginn.

Comments:
Það er margt sem kemur upp í hugann þegar kemur að svona tímamótum. Gæti haldið langa ræðu um það hversu gaman það er búið að vera að fylgjast með barninu vaxa úr grasi og þær tilfinningar sem dagbókarvefsvæði þetta hefur vakið hjá manni í gegnum tíðina. En þess í stað þá ætla ég að láta mér nægja að vitna í manninn og horfa fram á vegin og segi.

Lifðu í lukku en ekki í krukku.
 
til lukku!
 
Kærar þakkir öll sömul. Það kemur sá tími í lífi hves manns þegar hann verður að stíga upp úr krukkunni sem fyrir löngu er orðin of þröng. Þá er tími kominn a að breiða úr sér og smyrjast eins og rabbarbarasulta á veraldarbrauðið.
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?