21 ágúst, 2005

Bllogg..
Steinn Hóf nú á ofanverðum dögum ágústmánaðar stóráhugaverðan uppgröft, þeim er af þeim ósköpum orsakaðist að um miðsvetrarbil gerði vatnsveður ógurlig í landnámi Ingólfs. Varð þá vatnsósa allur sá hluti kjallara í híbýlum hans er þvottastúka eður vaskahús er nefndur. Að áeggjan föður síns framsýns réðst Steinn í að grafa frá sökkli þeim er undir er húsinu og skyldi hann sjá hvort eigi yrði hann nokkurs vísari um upptök lekans. Eigi hafði Steinn lengi grafið áður hann kom niður á beinarestar. Eigi hirti hann um slíkt og gróf sem ákafast uns hann var kóminn í gegnum húsið og varð þá að orði: Á húsi föður míns eru margar dyr en þessi sýnist mér einna lægst vera. Faðir hans er þar stóð hjá mælti: Vitur piltur ert þú, í flestu og er nú sýnt okkar ráð að steypa sem ákafast upp í op þetta enda leikur mér grunur á að hjallur vor sé á fornmannshaugi reistur. Illar hafa draumfarir mínar verið og margt er það og í myrkrinu er mennirnir ekki sjá og fátt er jú rammara en forneskjan en fyrst er oss nauðsyn á að fá okkur kaffi. Gerðu þeir það og þeir feðgar. Steyping í opið gekk vánum framar og grófu þeir þar yfir og segja fróðir menn að þess sjáist enn ummerki hvar jarðraskið var gert.

Comments:
Þessi hefur saga gleymst þegar þeir voru að safna þjóðsögunum !!
 
alger snilld...
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?