04 apríl, 2005

Ég vaknaði með miklum andfælum upp af vondum draumi hann var á þá leið að mér sýndist maður nokkur, ber að ofan og nakinn að neðan hærður mjög um kroppinn allan koma að rekkju minni, glenna upp á mér kjaftinn, toga í tungu mína og fara með þetta kvæði:

Fehnehto magwindi gasalma
tosnerkiló behlindisvango
greppherowingalsa magondó
gaspertini tralsnertes gvinde!

Er nokkur svo skini skroppinn að hann fái greinda merkingu í þetta kvæði. Hvaða mál er þetta?

Comments:
Ég kannast við þetta. Þetta mál ku hafa verið algengt fyrr á öldum meðal krossfara. Í grófri þýðingu er þarna verið að hóta þér öllu illu ef þú hætti ekki þessum ægilegu hrotum.
 
Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?