05 september, 2004

Það má kannski til sanns vegar færa að ég hafi ekki verið duglegur að blogga upp á síðkastið enda er bloggið svo að segja komið úr tísku. Offramboð á innihaldslausu kjaftæði og óáhugaverðum upplýsingum er orðið enda þvílíkt að alþjóð þykir fyrir löngu nóg um. En nú eru blikur á lofti. Ég hef afráðið sem slíkur að skipta um íverustað. Yfirgefin skal nú eins og svo oft áður Borgin við sundin blá. Haldið verður norður yfir heiðar til staðsins Agureiris í hveim eg mun leggja stund á nám í fagurlistum. Þaðan mun ég reyna að rita pistla af ýmsu tagi af menningarástandi norðlenzkra og veðráttu. Hin víðfræga fréttastofa Lýðs verður endurvakin, enda um þarft byggðamál að ræða.

Comments: Skrifa ummæli



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?