30 desember, 2008
Áramóta uppgjör

á Jólahlaðborðinu
Eins og vel all flestum er all vel kunnugt hefur árið 2008 verið ár mikilla breytinga fyrir Dagbloggið. Líkt og mörg fyrirtæki önnur á erlendri grund hefur það orðið fyrir örlítilli niðursveiflu. Breyttar markaðsaðstæður hafa haft í för með sér uppstokkun og endurfjármögnun á netlausnakerfum og samskiptahugbúnaði sem og niðursveiflu og enduruppstokkun á almannatengslasviði svo dæmi séu tekin. Blogginu hefur hins vegar bæst liðsauki með ósérhlífnu og atorkusömu starfsliði nýskipaðrar skilanefndar en hana skipa öflugir starfsmenn sem sumir hverjir hafa einungis lítillega komið að ráðgjöf og rekstri bloggsins á undangengnum árum.
Hin víðkunna greiningardeild Dagbloggsins kynnti nú nýverið á Jólahlaðborði og Áramótauppgjöri ársuppgjör og afkomuspá og eins og við sjáum er engin ástæða til annars en að horfa bjartsýnisaugum fram á veginn hér eftir sem hingað til. Munar þar mest um aukningu sem fyryrsjáanleg er í einkaneyzlu, samneyzlu og á vergri heildarframleiðslu

Góðar stundir.