11 maí, 2006
PUNGLIST Á AKUREYRI
Nú um helgina verður opnuð ný menningar og listamiðstöð karla, PUNGURINN, á efri hæð listasafnsins á Akureyri í listagilinu. Karlar hafa átt erfitt uppdráttar í listageiranum undangengin misseri og er því tími kominn til að snúa vörn í sókn.
Ætlunin er að efla samstöðu karla í Eyjafirði. Opnunarsýning PUNGSINS verður útskriftarsýning þriðja árs nema Myndlistarskólans á Akureyri. Á sama tíma verður opin vorsýning Myndlistarskólans í skólanum sjálfum þar fyrir ofan.
Sýningar þessar verða opnar 13.-14.mai á laugardag og sunnudag kl. 14-18.
03 maí, 2006
Vorvísur
vorið gróðri skartar.
Skín í heiði Sana-sól
og Samfylkingin kvartar.
Lóan er komin að kveða burt herinn.
Kveða burt leiðindin, það getur hún.
Hún hefur sagt mér að frjáls verði Frerinn
og framsóknarþrekkurinn borinn á tún.