14 mars, 2005

Komið þið nú öll sömul sæl og blessuð. Núna er aldeilis veður til að skapa. Ég hef bætt við tveim ferskum linkum á síðuna. Annars vegar er síða hinnar margfrægu sveitar Croistanz þar má finna góða og gagnlega tónlist til andlegrar og líkamlegrar endurnæringar þeim til handa er upplyftingar þurfa við á útmánuðum. Önnur sú síða er einneigin er innfærð er síða skólasystur minnar hér í Myndlistarskólanum á Akureyri, Karenar Dúu en fyrir utan hennar dýpstu hugrenningar er einnig að finna linka á innlenda og erlenda listavefi margs slags og fróðleik þann ýmisan er gagn sem og gaman er að hafandi.
Eftir til þess að gera milda tíð í marsbyrjun er nú alsnjóa á Akureyri. En svo sem rímfróðum mun þegar kunnugt vera líður senn að epascus hátíð í inum vestræna heimi og hyggja margir sér gott til glóðar með semester.
Góðar stundir að sinni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?